Á Beef & Buns er okkar umhugað um gæði og varð staðurinn til úr hreinni ástríðu fyrir góðum hamborgurum.
Aðaleigandi staðarins, Máni, er sálfræði menntaður og starfar á Landspítala en nýtur þess að dunda sér í eldhúsinu í frítíma og þar varð Beef & Buns hamborgarinn til eftir nokkurra ára tilraunastarfsemi. Ferlið var líkt og í vísindatilraun þar sem mismunandi nautasteikur voru vigtaðar, hakkaðar, og blandað saman í ótal mismunandi hlutföllum þar til fullkomið bragð og áferð náðist.
Margar brauðuppskriftir voru bakaðar, hrært var í tugir tegundir sósa, allskyns cheddar ostar voru smakkaðir og gúrkur voru sýrðar á mismunandi máta. Útkoman er vægast sagt gómsæt og vildi Máni deila henni með fleirum en fjölskyldu sinni og fékk til þess sér til liðs fyrrum skólafélaga sinn og kokkinn Pétur Kristjánsson, úr varð Beef & Buns.
Verði ykkur að góðu.
Bíldshöfði 9, Reykjavík
Takk fyrir að hafa samband. Við munum svara þér við fyrsta tækifæri.
Úpps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reyndu aftur.
Allur réttur áskilinn | beef & buns ehf.